Samkvæmt vinnutímasamningi ASÍ og aðila vinnumarkaðarins eiga starfsmenn rétt á einum frídegi á hverju sjö daga tímabili og skal
sá frídagur vera að öllu jöfnu á sunnudögum. Ef frídagur lendir hins vegar á virkum degi skerðir það ekki rétt
launþegans til fastra daglauna og vaktaálags.
Frestun á vikulegum frídegi
Fyrirtæki má þó með samkomulagi við starfsmenn sína fresta vikulegum frídegi þar sem sérstakar ástæður gera slík frávik nauðsynleg. Sé sérstök þörf á að skipuleggja vinnu þannig að staðaldri að vikulegum frídegi sé frestað skal um það gerður kjarasamningur.